Dreifikerfi útvarps og sjónvarps

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 15:41:48 (4914)

1996-04-17 15:41:48# 120. lþ. 120.12 fundur 430. mál: #A dreifikerfi útvarps og sjónvarps# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:41]

Fyrirspyrjandi (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Það er ástæða til að sú umræða falli ekki niður að meðan ekki hefur tekist að koma sjónvarps- og útvarpsmerki til allra landsmanna, þá þurfi að vinna betur og ljúka því verki.

Það er ástæða til að spara svo sem framast er kostur og það er líka ástæða til að dreifa sjónvarpsefninu eftir þeim hagkvæmustu leiðum sem fyrir hendi eru og því tengdi ég síðustu spurninguna við hinar vegna þess að mér er svo sem sama hvernig farið er að þessu. Auðvitað á að taka ódýrasta kostinn til þess að dreifa sjónvarpsefninu, en málið er að það komist til allra landsmanna. Það vildi ég meina að væri aðalatriðið.