Flutningur sjónvarpsins í útvarpshúsið

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 15:47:54 (4917)

1996-04-17 15:47:54# 120. lþ. 120.13 fundur 431. mál: #A flutningur sjónvarpsins í útvarpshúsið# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:47]

Fyrirspyrjandi (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin og tek undir það með honum að húsin hlaupa ekki frá okkur, og má kannski segja því miður að einhverjum hluta a.m.k. Ef útvarpshlutinn einn væri til í Efstaleiti 1, þá er mér til efs að menn færu nú að byggja upp sjónvarpshlutann og þannig mætti koma með nokkur ,,ef`` í þessu máli. En staðreyndirnar liggja fyrir og ég þakka honum þau svör að ástæða sé til að fara að flytja sjónvarpið í Efstaleiti 1. Ég vona að allt þetta komi til með að leiða til betri dagskrár og betri rekstrar Ríkisútvarpsins og ég endurtek, og mun endurtaka það aftur og aftur, að það er ekki ásættanlegt að fólk á byggðu bóli á Íslandi verði að vera áratugum saman án þess að ná sendingunum. Vonandi verður tæknin til þess fljótlega að það verði mun ódýrara að ljúka uppbyggingu dreifikerfisins. Vonandi verða þær lausnir fljótlega til að við getum þokkalega ánægð sagt að Ríkisútvarpið sé allra landsmanna jafnt.