Flutningur sjónvarpsins í útvarpshúsið

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 15:49:23 (4918)

1996-04-17 15:49:23# 120. lþ. 120.13 fundur 431. mál: #A flutningur sjónvarpsins í útvarpshúsið# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:49]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil aðeins árétta það sem kom fram í máli hv. þm. að við stöndum frammi fyrir þessari spurningu sem hann varpaði fram vegna þess hvernig staðið var að byggingu útvarpshússins í upphafi. Ég held að það sé alveg rétt sem hann sagði að mönnum hefði ekki dottið í hug að vera að velta þessu jafnmikið fyrir sér og raun ber vitni, að flytja sjónvarpið á annan stað, nema vegna þess að þarna var byggt svo risastórt hús og stór hluti þess stendur enn ónýttur og menn eru alltaf að velta fyrir sér hvernig hagkvæmast er að nýta þetta mikla hús.