Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 16:46:32 (5090)

1996-04-22 16:46:32# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[16:46]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er náttúrlega verið að breyta þessum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði og fyrir því hafa menn nokkrar ástæður. Ég var stundum að velta því fyrir mér undir ræðu hv. þm. og ekki síst þegar maður hugsar til mælskubragða hv. þm. Jóns Baldvins Hannibalssonar sem segir oft í fyrsta lagi, í öðru lagi og í þriðja lagi hvort það sé að verða hluti af þingsköpunum í framtíðinni að það þurfi að fara að flytja sérstakt frv. fyrir hvern putta sem menn ætla sér að nota sem ástæðu til þess að breyta einhverjum ákveðnum lögum.