Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 22:16:49 (5117)

1996-04-22 22:16:49# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[22:16]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rangt hjá hv. þm. Svavari Gestssyni að einstakir menn í efh.- og viðskn. sem hér hafa talað í dag haldi að staða Landsbankans sé önnur en kynnt var í hv. efh.- og viðskn. Hv. þm. Ágúst Einarsson sagði áðan úr þessum ræðustóli að staða Landsbankans um síðustu áramót hafi verið góð og það er rétt. Staða Landsbankans er mjög sterk. Það er hins vegar alvarlegt ef einstakir þingmenn koma í þennan ræðustól og ætla að vekja upp einhverja tortryggni um stöðu þessarar sterku fjármálastofnunar þjóðarinnar. Það er alvarlegur hlutur, hv. þm. Svavar Gestsson.