Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 13:36:54 (5140)

1996-04-23 13:36:54# 120. lþ. 125.97 fundur 266#B tilhögun þingfundar#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[13:36]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um þinghaldið í dag vill forseti taka þetta fram: Fyrst fara fram atkvæðagreiðslur um 1. dagskrármálið. Að þeim loknum verður umræða utan dagskrár, sú sem áður hefur verið tilkynnt um og mun hún standa í hálftíma. Þá hefst utanríkismálaumræða, þ.e. 2. dagskrármálið, og að henni lokinni verða tekin fyrir önnur dagskrármál. Það eru því allar líkur á því að þingfundur standi fram eftir kvöldi. Forseti mun síðar í dag eiga viðræður við formenn þingflokka um nánara fyrirkomulag fundarins.