Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 14:22:29 (5156)

1996-04-23 14:22:29# 120. lþ. 125.2 fundur 262#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[14:22]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti tilkynna að samkomulag er um það milli forseta og formanna þingflokka að ræðutími talsmanna þingflokka, þ.e. fyrstu ræðumanna hvers þingflokks annarra en þingflokks ráðherra verði 25 mín. í fyrri umferð í stað 15 mín. sbr. 48. gr. þingskapa. Umræðureglurnar eru þá þessar: Ráðherra hefur 30 mín. í fyrri umferð en 15. mín. í síðari umferð. Talsmenn þingflokka allt að 25 mín. í fyrri umferð en 15 mín. í síðari umferð. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa tvisvar 15 mín.