Umferðarlög

Miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 15:39:45 (5275)

1996-04-24 15:39:45# 120. lþ. 126.15 fundur 271. mál: #A umferðarlög# (einkamerki) frv. 37/1996, JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur

[15:39]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði ekki hugmyndaflug til að leggja þetta mál upp sem sérstakar láglaunabætur. Og ég hef ekki hug á að útleggja það sem slíkt. Ég hef heldur ekki hug á að aka í bíl með einkanúmeri, hvorki 1. maí né aðra daga. Ég studdi það á sínum tíma að tekið yrði upp það númerakerfi sem nú er við lýði. Þetta mál telst ekki til helstu áhugamála minna í þingstörfum eins og kom fram í ræðu minni áðan. Hins vegar tel ég þetta í fullri alvöru talað meinlaust mál. Hvort menn hafa gaman af því, það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. En ég held að það ætti ekki að blanda þessu saman við verkalýðsbaráttuna í landinu. Ég held að þar sé dálítið langt seilst þótt hv. þingmenn fari hér um víðan völl í umræðum.