Innflutningur dýra

Miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 16:06:49 (5281)

1996-04-24 16:06:49# 120. lþ. 126.16 fundur 367. mál: #A innflutningur dýra# (gjald fyrir einangrun) frv. 40/1996, Frsm. GuðjG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur

[16:06]

Frsm. landbn. (Guðjón Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti landbn. á þskj. 754 um frv. til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson skrifstofustjóra í landbrn.

Frv. var lagt fram þar sem í ljós hefur komið að í lögum um innflutning dýra skortir ótvíræða heimild til gjaldtöku vegna vistunar dýra í einangrunarstöðinni í Hrísey. Í nefndinni var lögð rík áhersla á að gjöldin yrðu ekki hærri en þörf krefði.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Hjálmar Jónsson, Magnús Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nefndarálitið rita Guðni Ágústsson, Egill Jónsson, Árni M. Mathiesen, Guðjón Guðmundsson, Ágúst Einarsson og Margrét Frímannsdóttir.