Réttindi langtímaveikra barna

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:09:52 (5286)

1996-04-29 15:09:52# 120. lþ. 127.1 fundur 271#B réttindi langtímaveikra barna# (óundirbúin fsp.), MF
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:09]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Í frv. þessu um réttindi sjúklinga eru tvær greinar þar sem eru sérstök ákvæði um meðferð sjúkra barna, þ.e. 26. og 27. gr., og þar er ekki í neinu tekið tillit til þeirrar skýrslu sem um er að ræða. Ég fullyrði það vegna þess að í umfjöllun fjmrn. um hvaða kostnaður hlýst af samþykkt þessa frv. er sérstaklega tekið tillit til þess að eina breytingin sem um er að ræða gagnvart langtímaveikum börnum er að það er kveðið á um að þau skuli fá kennslu á meðan þau eru inni á sjúkrastofnunum og það segir að í raun og veru er ekki um neina breytingu að ræða frá því sem nú er. Frv. mun í heild sinni leiða til kostnaðarauka um 4--8 millj. kr. á ári þannig að það segir sig sjálft að þar er ekki gert ráð fyrir neinum leiðréttingum í samræmi við þá skýrslu sem nefndin skilaði.