Réttindi langtímaveikra barna

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:11:08 (5287)

1996-04-29 15:11:08# 120. lþ. 127.1 fundur 271#B réttindi langtímaveikra barna# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:11]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda að stærsti kostnaðaraukinn er varðandi aukin réttindi barna til náms á meðan þau dvelja á sjúkrahúsum. En það eru ýmis ákvæði í þessu frv. sem bæta réttindi langsjúkra.