Réttindi langtímaveikra barna

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:11:41 (5288)

1996-04-29 15:11:41# 120. lþ. 127.1 fundur 271#B réttindi langtímaveikra barna# (óundirbúin fsp.), MF
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:11]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Nei. Það eru í þessu frv. nokkur ákvæði í 27. gr., ekkert sem kveður skýrt á um hvernig eigi að útfæra þau og það segir mjög skýrt frá fjmrn.: ,,Ekki virðist að með frv. sé ætlunin að breyta núverandi fyrirkomulagi,`` þ.e. varðandi kennslu og nám sjúklinga meðan á dvöl á sjúkrahúsi stendur.