Mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:17:11 (5293)

1996-04-29 15:17:11# 120. lþ. 127.1 fundur 272#B mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen# (óundirbúin fsp.), ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:17]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að það komi fram hjá íslenskum stjórnvöldum eða þau skilaboð berist að það verði ekki þolað að Íslendingum verði misboðið réttarfarslega. Við, nokkrir þingmenn sem vorum úti í Litáen nú á dögunum, urðum vör við það og okkur var sagt frá því að þarna væri dómskerfið og réttarkerfið ekki í sem bestum farvegi. Þess vegna er afskaplega mikilvægt að slíkum málum verði fylgt eftir og að þeir Íslendingar sem þarna eru fái réttláta málsmeðferð.