Brunamálastofnun

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:27:31 (5299)

1996-04-29 15:27:31# 120. lþ. 127.1 fundur 274#B Brunamálastofnun# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er til athugunar að flytja stofnunina til umhvrn. og það er vinna í gangi við það. Nú er þeirri vinnu ekki lokið en það að sú vinna skyldi fara í gang, að flytja Brunamálastofnun undir forræði umhvrn., hefur orðið til þess að ég hinkra við frekari aðgerðir, enda held ég að starfsemi Brunamálastofnunar hafi ekki beðið neinn verulegan skaða af því. Ef hins vegar þessi vinna ber ekki árangur og menn komast að því að það sé ekki skynsamlegt að flytja hana, þá mun ég að sjálfsögðu skipa stjórn, enda hef ég fengið tilnefningu þar um. Ég var kominn af stað með frv. um breytingu á lögum um Brunamálastofnun sem hefur beðið afgreiðslu vegna þess að hin vinnan fór í gang. Það yrði á verksviði forsrh. að flytja þetta frv., þ.e. frv. um flutning stofnunarinnar á milli ráðuneyta þar sem þarna er málefni tveggja ráðuneyta.

Varðandi úthlutun styrkja úr sjóðnum, þá sendi brunamálastjóri mér tillögur sínar. Ég lét athuga þær vandlega og staðfesti, þannig að ég ber ábyrgð á þeim ásamt með brunamálastjóra.