Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 17:55:55 (5328)

1996-04-29 17:55:55# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[17:55]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er nú málflutningurinn að hafa heldur hátt og afvegaleiða umræðuna, því miður. (Gripið fram í: Sagði Halldór þetta ekki?) Það kann vel að vera að Halldór hafi sagt þetta en við erum ekki að ræða um neitt stórmál. Fyrst og fremst að festa það í sessi að þessar litlu 24.000 kr. fyrir að setjast í æðstu menntastofnun landsins verði greiddar. Hv. þm. sem er að skamma þann sem hér stendur vill hafa þetta 9.000 kr. Þetta er munurinn og síðan geta menn endalaust verið að deila um það að menn ætli að breyta einhverju í framtíðinni en tekið á því þegar þar að kemur. Við skulum sjá til hvort að það stendur. Hvenær á að mæla kosningaloforð? Menn mega byrja á því strax fyrir mér. Ég tel og ég trúi því að þessi ríkisstjórn, þó að hún sé ekki með allt gott í pokahorninu, muni ná árangri á þessu kjörtímabili og í lok kjörtímabilsins munu menn segja: Vissulega kaus ég rétt í síðustu kosningum. Framsfl. hefur komið svo miklu til leiðar.