Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 18:05:39 (5335)

1996-04-29 18:05:39# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[18:05]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég dáist að langtímaminni hv. þm. á skýrum svörum einhvers staðar aftur í fortíðinni. Ég ætla ekki að ræða þetta mikið til viðbótar. Ég hef sett fram skoðanir mínar um að hér er ekki um stórmál að ræða og ekki ágreiningsmál og ég tel því að Framsfl. muni gagnvart námsmönnum, gagnvart menntun ná flestu því fram sem hann hét í kosningabaráttunni á sl. vori. (Gripið fram í.) Hann mun gera það á mörgum öðrum sviðum sem skiptir ungt námsfólk máli, í atvinnumálum, í hallalausum fjárlögum o.s.frv. þannig að vissulega erum við að vísu sárfættir af ódáðahrauni en það eru grænni grundir sem blasa við.