Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 16:18:15 (5393)

1996-04-30 16:18:15# 120. lþ. 128.3 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:18]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta frv. um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda í grunnskólum verður að skoða með hliðsjón af frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem var tekið út úr nefnd í hádeginu í dag með offorsi eins og rætt var fyrr í dag. Það verður líka að skoða þetta mál með hliðsjón af því að frv. hefur núna verið lagt á borð þingmanna sem er upp á hvorki meira né minna en 177 greinar, um breytingar á sérákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það er því útilokað að ræða málið sem hér er á dagskrá núna eða átti að setja á dagskrá, að hæstv. menntmrh. fjarstöddum. Ég fer eindregið fram á það við hæstv. forseta að hann fresti þessari umræðu þar til hæstv. menntmrh. verður viðstaddur eða fresti henni a.m.k. þangað til síðar í dag þannig að tóm gefist til þess að ræða þinghaldið. Það er algerlega óeðlilegt að mínu mati að ganga gegn ósk af þessu tagi miðað við þær venjur sem hér hafa tíðkast.