Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 21:41:36 (5417)

1996-04-30 21:41:36# 120. lþ. 128.7 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. meiri hluta SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:41]

Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. misskilji svolítið þetta mál vegna þess að þegar um tæknisæðingu eða tæknifrjóvgun er að ræða þá á barnið föður. Sá sem gefur kynfrumuna kemur málinu ekkert við. Það eru engin tengsl þarna á milli, hvorki félagsleg né annars konar, það er enginn erfðaréttur sem stofnast, engin lagaleg tengsl. Barnið á föður. Það er parið sem fer í þessa aðgerð.