Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 21:46:56 (5422)

1996-04-30 21:46:56# 120. lþ. 128.7 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. 2. minni hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:46]

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Fyrir fáum dögum var talað um afturvirk veiðileyfi. Það verða ekki gefin út afturvirk veiðileyfi á þá kynfrumugjafa sem einhvern tíma í fyrndinni hafa gefið til að aðstoða par. Það er alls ekki mín meining og er nú ekki annað en ef ekki útúrsnúningur þá að minnsta kosti snúningur í málinu. Ég hygg að þetta sýni enn frekar að ástæða sé til að taka málið aftur upp í allshn. og skoða það enn þá betur, ræða það enn þá meira og fá rökin fram þannig að við skiljum a.m.k. öll sem þar störfum um hvað það snýst í öllum greinum. Ég vona að í framtíðinni verði ekki stofnuð á Íslandi samtök föðurlausra glasabarna og að lög verði sett sem hindra slíkt, þ.e. þau verði ekki fyrir hendi. En ég hef upplýsingar um að það eru fleiri lönd og Svíþjóð og Sviss þar sem nafnleynd er og það hefur ekki verið hrakið. Þetta sýnir líka að upplýsingar eru misvísandi hjá okkur nefndarmönnum. Málið snýst um hvort um sé að ræða fortakslaust bann við nafnleynd eða ekki.