Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 21:52:33 (5427)

1996-04-30 21:52:33# 120. lþ. 128.7 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. meiri hluta SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:52]

Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur komið fram í máli mínu fyrr í dag að þegar verið var að semja barnasáttmálann gerði eitt ríki tillögu um að það yrði sett beint inn í ákvæði samningsins að barn ætti rétt á að vita líffræðilegan uppruna sinn. Þessum tilmælum var hafnað þannig að þetta ákvæði fór ekki inn í samninginn. Varðandi þá yfirlýsingu hv. þm. áðan að hún geti ekki samþykkt slíka málamiðlun hefur hún að sjálfsögðu fullan rétt á að hafa skoðanir sínar í því efni en þetta hlýtur að standast mannréttindaákvæði vegna þess að hér er um að ræða sömu réttarþróun og hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum.