Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 21:26:12 (5529)

1996-05-02 21:26:12# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[21:26]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að það hefði komið fram í máli mínu að ég tel ekki rétt að það verði lögfest að hér verði til börn sem eru lægra sett gagnvart mannréttindum en önnur börn í landinu, þ.e. ættleidd börn borin saman við börn sem verða til við þessar aðstæður. Ég tel það ekki sæma löggjafarsamkundunni að lögfesta það að brjóta mannréttindi á ákveðnum hópi barna sem verður gert ef það verður lögfest að þau fái ekki réttinn til að leita sannleikans um uppruna sinn, sérstaklega þegar það er hægt að skjalfesta hann og þau eiga að geta leitað hans.