Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 22:25:19 (5542)

1996-05-02 22:25:19# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[22:25]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég var að sjálfsögðu ekki að nota þessa umræðu sem rök varðandi gjafakynfrumur. Ég var að vekja athygli á orsökum ófrjósemi og á því að umræðan um tæknifrjóvgun og þær aðgerðir sem menn eru að reyna að grípa til eru afleiðingar af vandamálinu. Og vandamálið stafar sennilegast af mengun. Það var samhengið.