Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 22:36:42 (5546)

1996-05-02 22:36:42# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[22:36]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skildi þetta mjög vel og mér finnst þetta skemmtilegar og heimspekilegar vangaveltur. Það er mjög athyglisvert að velta þessu fyrir sér. En ég legg áherslu á að við erum með á borðum þingmanna frv. til laga um ákvæði um nafnleynd og sum okkar leggjast gegn því. Ef við værum hér með frv. á borðunum sem kvæðu á um rétt mæðra til að leyna barn nafni föður síns og upplýsingum við einhverjar tilteknar aðstæður, þá geri ég ráð fyrir að viðbrögðin í þingsal væru miklu harðari gagnvart þeirri nafnleynd sem þar væri verið að boða heldur en sem hér liggur fyrir.