Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 22:40:32 (5549)

1996-05-02 22:40:32# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. 2. minni hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[22:40]

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi ræða eins og margar fleiri sem hafa verið fluttar til stuðnings nafnleynd gengur út á þau einu rök að ekki fáist gjafasæði ef nafnleynd verði aflétt og það sé ekki ástæða til að þeir sem gefa kynfrumur og geta þannig af sér mannslíf viti nokkurn tíma af því sjálfir eða beri ábyrgð á því. Þetta er niðurstaðan og einu haldbæru rökin sem ég hef heyrt en mér finnst þau hins vegar haldlítil. Þau eru léttvæg og mér þykir allt bera að sama brunni í málflutningi þeirra sem vilja halda í nafnleyndina, lögleiða hana og lögleiða þar með rangfeðranir. Það er ekki búið að skoða málið nægilega vel. Það þarf að fara betur yfir það. Ég er orðinn enn sannfærðari um það.