Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 23:28:44 (5554)

1996-05-02 23:28:44# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. meiri hluta SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[23:28]

Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef áður lýst því hér varðandi brtt. 2. minni hluta að hún stenst ekki. Ef barnið á þess kost að geta alltaf leitað uppruna síns og fengið upplýsingar þá hlýtur sá sem gefur kynfrumuna líka að eiga þann rétt.

Mér fannst þetta nokkuð merkileg yfirlýsing hjá hv. þm. áðan. Það er að vísu rétt hjá honum að það má vafalaust bæta við sig miklum upplýsingum í þessum fræðum enda hafa margar fræðibækur verið gefnar út en ég hygg að þessi þingnefnd hafi unnið málið eins vel og kostur var.

En ég vil spyrja hv. þm. hvað hann eigi við með því þegar hann segir að ekki sé hægt að ætlast til að þingið setji lög til frambúðar hér á þessu vorþingi um tæknifrjóvgun.