Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 15:41:00 (5608)

1996-05-03 15:41:00# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. 1. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[15:41]

Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlustaði af athygli á ræðu hv. þm. sem talaði síðast, Kristínar Ástgeirsdóttur, og get tekið undir margt sem þar kom fram. Einkanlega það að innritunargjaldið er einstaklingsbundið gjald, ýmist 6 þús. kr. eða 24 þús. kr. en þetta er nánast sama gjörð. Menntmrh. hæstv. mun væntanlega skýra þetta í ræðu sinni á eftir. En ástæða þess að ég kveð mér hljóðs í andsvari er fyrst og fremst sú að hv. þm. talaði um að hún væri þessu frv. andsnúin sökum þess að ekki væri nægilega gætt að kjörum kennarastéttarinnar. Ég held að það sé nauðsynlegt við mótun menntastefnu að við náum að rífa okkur upp úr þeim hjólförum að það megi aldrei tala um menntamál nema kjör kennarastéttarinnar séu númer eitt, tvö og þrjú í því samhengi. Við verðum að móta hér menntastefnu sem tekur mið af hagsmunum þjóðarinnar. Síðan eru kjör kennara væntanlega afleiðing af því. Ég geri ráð fyrir því að ef aukning verður á fjölda kennslustunda þá verði vitaskuld að semja um það sérstaklega. En það má ekki vera alfa og ómega menntastefnu í landinu.