Mannanöfn

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 16:47:47 (5682)

1996-05-06 16:47:47# 120. lþ. 131.3 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[16:47]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir umhyggju hanns fyrir sálarró formanns allshn. en hún skiptir nú ekki máli í þessu sambandi. Ég vil aðeins ítreka það vegna þess að hv. þm. er að vitna til þess að komið hafi fram greinar um þetta mál að það hafa líka komið fram greinar í fjölmiðlum og viðtöl við fólk sem hefur talið sig eiga um sárt að binda vegna ákvæða núgildandi mannanafnalaga. Ég veit ekki betur en það hafi komið fram hundruð kvartana til mannanafnanefndar út af framkvæmdum þessara laga þó að ég hafi ekki mælikvarða á það hversu stór hluti af þjóðinni allri eigi þar hlut að máli. Það er að sjálfsögðu mjög athyglisvert að hv. þingmenn skuli hugsa sem svo að fólk geti ekki haft frelsi til þess að skíra börn sín nöfnum sem eru kannski bundin miklum tilfinningum í fjölskyldu. Menn þurfa ekki að gefa sér það að þau nöfn þurfi að vera eitthvað ljót eða að þau falli ekki að íslensku málkerfi.