Mannanöfn

Mánudaginn 06. maí 1996, kl. 16:50:21 (5684)

1996-05-06 16:50:21# 120. lþ. 131.3 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[16:50]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjörleifur Guttormsson talaði um varhugaverð ákvæði og hann talaði líka um það að frv. mundi rústa kenninafnasiðnum ef að lögum yrði. Ég er á annarri skoðun, andstæðri skoðun. Frv. mun verja kenninafnasiðinn.

Hv. þm. nefndi það einnig að ástæða væri til að gera skoðanakönnun um málið. Það hefur verið gerð skoðanakönnun. Gallup á Íslandi gerði seinni hluta árs 1994 skoðanakönnun. Þar var spurt: Til eru lög um mannanöfn á Íslandi. Finnst þér að það eigi að vera takmörkun á hvaða nöfn má gefa, eins og er í lögunum eða á þetta að vera alveg frjálst? Niðurstöðurnar eru þessar:

1. Meiri takmarkanir en nú eru vildu 1%.

2. Ánægðir með núgildandi lög voru 21%.

3. Aukið frjálsræði en þó einhverjar takmarkanir vildu 45%.

4. Algert frjálsræði vildu um 34%.

Herra forseti. Ég hygg að við förum nokkuð vel eftir vilja þjóðarinnar í þessum efnum.