Starfshættir í umhverfisnefnd

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 13:37:17 (5703)

1996-05-07 13:37:17# 120. lþ. 132.92 fundur 294#B starfshættir í umhverfisnefnd# (aths. um störf þingsins), GE
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[13:37]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að ræða um vinnubrögð umhvn. og það varðar aðallega vinnubrögð varðandi frv. um náttúruvernd ríkisins. Það er hægt að taka undir þá gagnrýni hversu lítið stjórnarþingmenn hafa verið við, vinna við þetta frv. hefur byggst mjög á stjórnarandstöðunni og ég tek undir þá gagnrýni. Ég tek líka undir --- eins og ég gerði í morgun þegar ég samþykkti að málið yrði tekið út með fyrirvara um ákveðin atriði sem ég tel að verði að laga og reyndar í trausti þess að farið verði í endurskoðun og endurvinnu við frv. um náttúruvernd ríkisins því að það er ekki nægjanlega þroskað til þess að hljóta afgreiðslu. En ég held að formaður hafi staðið sig mjög vel, verið sanngjarn í umfjöllun um þetta og önnur mál. Það hefur verið gagnrýnt að hann tæki ekki nægjanlega upp þingmannamál en það hefur orðið bragarbót á því núna á síðustu fundum og ég vonast til þess að hann taki þeirri gagnrýni eðlilega sem þar er fram sett en að öðru leyti tek ég undir sérstaklega þá gagnrýni sem kom fram í máli hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar um að það sé óeðlilegt að það sé stjórnarandstaðan sem sjái aðallega um framkvæmd vinnu við mál hjá umhvn. ásamt með formanni og einum til tveimur fulltrúum að auki hjá ríkisstjórninni.