Kaupin á Íslenska menntanetinu ehf.

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 14:18:28 (5720)

1996-05-07 14:18:28# 120. lþ. 132.91 fundur 293#B kaupin á Íslenska menntanetinu ehf.# (umræður utan dagskrár), VS
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[14:18]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Aðeins örfá orð inn í þessa umræðu sem er í sjálfu sér gagnleg. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir að hafa brugðist við og tekið á þessu vandamáli sem kom upp þegar óljóst var um framtíð Íslenska menntanetins vegna þeirrar miklu þjónustu sem það hefur veitt íslensku menntakerfi og þá ekki síst fjarnáminu. Ég tel að hæstv. menntmrh. hafi brugðist rétt við að kaupa þarna ákveðinn hluta af þessari starfsemi. Ég ætla ekki að dæma um upphæðir í því sambandi. Það hefur verið unnið afreksverk á þessu sviði eins og hefur komið fram áður í umræðunni. Við höfum komið okkur upp ódýrari þjónustu við skólakerfið, við menntakerfið heldur en ég leyfi mér að fullyrða að þekkist annars staðar eins og kom fram í máli hv. þm. Guðnýjar Guðbjörnsdóttur og í máli fleiri þingmanna. Hæstv. menntmrh. stóð því frammi fyrir því að taka á máli sem var vandasamt og ég tel að hann hafi brugðist rétt við. Þetta vildi ég að kæmi fram.

Málið kom fyrst til kasta Alþingis fyrir allmörgum árum þegar við fluttum nokkrir þingmenn þáltill. sem fjallaði um það að menntmrh. beitti sér fyrir því að skjóta styrkari stoðum undir þessa starfsemi. Sú tillaga var ekki samþykkt, en ég tel að hún hafi hreyft við málinu. Ég hef því haft ánægju af því að fylgjast með hvernig það hefur þróast á réttan hátt á síðustu árum og ég vona að svo verði áfram