Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 07. maí 1996, kl. 15:15:13 (5732)

1996-05-07 15:15:13# 120. lþ. 132.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[15:15]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Að sjálfsögðu er eðlilegt að leita sem mest samráðs við lagasetningu en það þýðir ekki að löggjafarvaldið eigi að færast frá Alþingi. Það er eðlilegt eins og gert var í þessu máli. Aflað var umsagna frá fjöldamörgum aðilum og þeir höfðu samráð við þingið um þær breytingar sem voru gerðar á stjfrv. Ég held að þegar frá líður muni þær öldur lægja sem hafa upp risið. Þegar búið er að fara í gegnum eina eða tvenna kjarasamninga með þessar reglur muni það koma í ljós að þær eru heppilegar, flestar hverjar, og að þær verði ágætis grunnur til þess að starfa á í framtíðinni.