1996-05-08 00:16:30# 120. lþ. 132.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur

[24:16]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég nefndi EES-samninginn sérstaklega vegna þess að hv. þm. vitnaði svo ákaft í vinnutímatilskipanir og aðrar tilskipanir frá Evrópusambandinu sem mér skildist að hv. þm. litist býsna vel á og næstum því svo vel að henni væri farið að lítast bara vel á Evrópusambandið sjálft og skildi ekkert í því af hverju við færum ekki að ganga inn í þessi ágætu samtök.

En varðandi fæðingarorlofið má mistúlka. Það er búið að túlka þetta margoft fyrir hv. þm. og það er ekkert ótúlkað eftir. Þetta er alveg á hreinu. Það verður engin breyting hvorki á fæðingarorlofi né veikindarétti.

Varðandi æviráðninguna þá á þetta við nýja starfsmenn og þetta eru allt saman mál sem opinberir starfsmenn munu setja á verðmiða í hæstu kjarasamningum og í framhaldi af því. Þá koma þessi mál að sjálfsögðu öll til umræðu í því ljósi. Þá munu menn gera kjarasamning undir þessum lögum. Ég er alveg sannfærður um að þegar búið er að gera einn eða tvo samninga á grundvelli þessara laga þá verður jafnvel hv. þm. býsna ánægð með að hafa tekið þátt í því að afgreiða þetta mál jafnvel þótt hún væri á móti því.