Hvalveiðar

Fimmtudaginn 09. maí 1996, kl. 12:22:29 (5835)

1996-05-09 12:22:29# 120. lþ. 134.91 fundur 295#B hvalveiðar# (umræður utan dagskrár), ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur

[12:22]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Ég skal stytta mál mitt svo fleiri komist að. Mitt mat er það að við eigum að heimila hvalveiðar strax í sumar og það úr þeim stofnum sem við höfum hefðbundið nytjað og vísindamenn telja óhætt að veiða úr. Við eigum ekki bara að heimila hvalveiðar úr hrefnustofninum.

Ég tek undir með hv. málshefjanda og tel að hæstv. sjútvrh. hafi sýnt fram á það að staða okkar til þess að hefja hvalveiðar að nýju hefur aldrei verið betri en hún er nú.