Úrvinnsla úr skattskrám

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 15:10:05 (5916)

1996-05-13 15:10:05# 120. lþ. 136.1 fundur 301#B úrvinnsla úr skattskrám# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[15:10]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég met það svo af hans svörum að hann telji líklegt að reglugerðin verði dregin til baka og því fagna ég. Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að ráðherrann geri þinginu líka grein fyrir því hvort það dugi eða hvort það þurfi að breyta lögum eða hvort við getum átt von á því að eftir að hæstv. ráðherra hefur dregið reglugerðina til baka að tölvunefnd gefi þá út einhverjar reglur sem banni aðgang að þessum skrám eða eðlilega meðferð á upplýsingum úr skránni.

Þess vegna óska ég eftir því að þegar hæstv. ráðherra gerir þinginu grein fyrir niðurstöðu sinni, sem ég skildi á máli hans, þá hafi hann látið kanna hvort það dugi eða hvort til þurfi að koma lagabreyting.