Orkustofnun

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 15:17:36 (5921)

1996-05-13 15:17:36# 120. lþ. 136.1 fundur 302#B Orkustofnun# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[15:17]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Það kom einmitt fram í þessari ræðu hv. þm. að hann vissi betur vegna þess að þar kom fram að það stóð ekki til að einkavæða Orkustofnun. Það á að gera hana að stjórnsýslustofnun. Þessu hefði þingmaðurinn þurft að halda líka til haga í fyrri spurningu sinni.

Hins vegar er þetta mál í ákveðnum farvegi. Það hefur verið leitað til orkufyrirtækjanna eftir svari við því hvort þau vildu vera þátttakendur í þessu samstarfi. Flest þeirra hafa svarað. Flest þeirra hafa svarað frekar jákvætt. Eitt fyrirtæki og það stærsta sem er Landsvirkjun hefur enn ekki svarað vegna þess að það var óskað eftir því eins og hv. þm. veit að þetta erindi færi til skipulagsnefndar fyrirtækisins. Ég á von á svari þaðan um þetta sem allra fyrst. Á grundvelli þessara svara mun þetta samstarf halda áfram við orkufyrirtækin og við starfsmenn Orkustofnunar til þess einfaldlega, hv. þm., að leita leiða til að auka þá fjármuni sem verða til beinna rannsókna á þessu sviði.