Lækkun húshitunarkostnaðar

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 15:32:42 (5933)

1996-05-13 15:32:42# 120. lþ. 136.1 fundur 304#B lækkun húshitunarkostnaðar# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[15:32]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Vitaskuld er langfljótvirkasta leiðin að taka fjármuni úr ríkissjóði og greiða niður húshitunarkostnaðinn. Hins vegar, hv. þm., var sú ákvörðun tekin af þessari ríkisstjórn við fjárlagagerð fyrir árið 1996 til þess að hafa hallann eins lítinn á ríkissjóði og nokkur kostur væri, að auka ekki þessar niðurgreiðslur á árinu 1996. Bæði ég og hv. þm. tókum þátt í þessu með því að við greiddum atkvæði með fjárlagafrv. eins og það var.