Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 22:24:44 (5965)

1996-05-13 22:24:44# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[22:24]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég var að lesa upp úr lögum um réttindastöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum sem eru síðan 1993. Ég tel að í þeim lögum hafi verið tryggður þessi réttur sem ég var að minnast á áðan. Hv. þm. talaði um biðlaun, að þau yrðu ekki greidd. Það er ljóst að biðlaunaréttur þessa starfsfólks mun flytjast með þeim til nýja félagsins en það mun ekki öðlast tvöfaldan biðlaunarétt. Starfsmennirnir geta því ekki fengið biðlaun þegar þeir fara yfir til nýja félagsins og svo aftur ef þau missa stöðuna hjá nýja félaginu. Það er því tryggt að þeir fá biðlaun ef þeir tapa starfi sínu hjá Pósti og síma hf. Í því er grundvallarmunur og ég held að ekki sé mikill ágreiningur um að tvöfaldur biðlaunaréttur getur varla talist eðlilegur þegar um er að ræða störf sem flytjast með þessum hætti og sami vinnuveitandi er til staðar. Í rauninni er aldrei hægt að réttlæta það að borga tvöföld biðlaun, sama hver í hlut á.