Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 16:36:07 (6001)

1996-05-14 16:36:07# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[16:36]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel ekki að við bætum okkur neitt á því að halda þessu karpi áfram okkar í milli. Við erum lóðrétt ósammála um málið, ég og hæstv. fjmrh., og til þess að fá niðurstöðu í málið mætti hugsa sér að kveðja hæstv. forsrh. til við tækifæri til að ræða þessi mál. En hér er komið að úrslitamáli sem sýnir kannski betur en margt annað að frv. er ekki aðeins slæmt og illa unnið. Það er líka að mörgu leyti lögfræðilega byggt á sandi. Það er nokkuð alvarleg niðurstaða eftir þessa 35 tíma umræðu sem hæstv. fjmrh. er alltaf að kvarta undan og orðinn þreyttur á.