Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 16:45:29 (6004)

1996-05-14 16:45:29# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[16:45]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það eru ákvæði um sveigjanlegan vinnutíma í kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ég vil spyrja hæstv. fjmrh. vegna þess að ég lagði fram fsp. fyrir um tveimur mánuðum um það hvernig ákvæði um sveigjanlegan vinnutíma væri framkvæmt núna hjá stofnunum ríkisins og ég hef ekki enn þá fengið svar. Ég bað um skriflegt svar. Ber að skilja svar hæstv. fjmrh. þannig að það séu eingöngu konur sem fái nú möguleika á sveigjanlegum vinnutíma ef þær fá það yfir höfuð af því það stendur í lögunum frá 1954 ,,þrátt fyrir gildandi kjarasamninga``?