Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 21:14:20 (6031)

1996-05-14 21:14:20# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[21:14]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég undrast að hv. þm. skuli ekki geta lesið í málið. Það er mjög einkennilegt. Hér er í rauninni gerð hliðstæð tillaga við tillögu þriggja flokka í norska Stórþinginu varðandi þessi efni eftir ítarlega umfjöllun. Og þó ég telji nú ekki sjálfsagt að taka upp mál þannig án nánari skoðunar þá sýndist okkur að það væri út af fyrir sig góður vegvísir. Það skilyrði sem við erum að setja hér er að barn geti leitað upplýsinga, geti fengið aðgang að upplýsingum um erfðafræðilegt foreldri sitt. Það ætti nú að vera út af fyrir sig framkvæmdarvaldinu og ráðherra fagnaðarefni að geta samkvæmt þessari tillögu mótað reglur að öðru leyti enda uppfylli þær þetta skilyrði.