Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 21:38:42 (6038)

1996-05-14 21:38:42# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[21:38]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir talar um þokukenndan skilning. Ég veit ekki hvers vegna hún hefur ekki getað skilið það að ég hef fyrst og fremst hag parsins í huga og er margbúinn að segja að ég telji að verði nafnleyndinni aflétt þá verður ekkert barn til í þessu tilfelli. Meðan svo er þá verðum við að lúta þeim reglum sem þarna eru.

Það er mjög skýr afstaða í frv. sem er verið að leggja fram af hálfu hv. allshn. Parinu er gefinn kostur á hvoru tveggja, annars vegar nafnleynd og hins vegar án nafnleyndar þannig að það er parið sem í öllum tilfellum tekur af skarið í því efni.

Ég ætla ekki að fara að rökræða hversu mikið þarf af sæði til þess að frjóvga eitt egg og hvernig getnaður hefur orðið til á undanförnum árþúsundum, það veit hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir jafn vel og ég. En ég ráðlegg henni einvörðungu að ræða um þetta við lækna á þessu sviði sem hafa upplýst hv. allshn. um þessi mál.