Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 21:46:30 (6045)

1996-05-14 21:46:30# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, BH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[21:46]

Bryndís Hlöðversdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram um að enginn forsvarsmaður allshn. sé viðstaddur. Það var réttilega tekið fram af hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni að ekki er við forseta að sakast. Eigi að síður tel ég nauðsynlegt að eigi að fara fram umræða sem geti skilað einhverju inn í allshn. sé mjög mikilvægt að einhver hv. nefndarmanna í allshn. sé í forsvari fyrir nefndina og komi þeim skilaboðum annaðhvort til formanns eða varaformanns ef hvorugur þeirra er á staðnum. Ella tel ég nauðsynlegt að umræðunni sé frestað á meðan verið er að ná til þeirra. Mér þykir mjög undarlegt að standa í þessum umræðum ef ekki er einhver forsvarsmaður nefndarinnar og fyrirsvarsmaður nefndarálitsins til þess að svara fyrir það.