Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:17:26 (6078)

1996-05-15 14:17:26# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:17]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er bersýnilegt að ríkisstjórnin hyggst knýja þetta mál áfram núna á þessum þingfundi í óþökk allra stjórnarandstöðuþingmanna. Þetta frv. er einhliða inngrip í samningaumgerð opinberra starfsmanna og kjarasamninga þeirra og afnemur réttindi þeirra að hluta. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan öll og verkalýðshreyfingin er eindregið á móti frv. Þingflokkur Þjóðvaka er algerlega á móti þessu frv. Ég segi nei.