Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:18:09 (6079)

1996-05-15 14:18:09# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:18]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég lýsi því yfir að ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með frv. Eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon gat um áðan fékk þetta mál góða og málefnalega umfjöllun í efh.- og viðskn. þar sem tekið var tillit til fjölmargra ábendinga og athugasemda sem komu fram í málinu. Eins og hv. þm. veit starfar efh.- og viðskn. undir kjörorðinu ,,Lengi getur gott mál batnað``.