Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:31:52 (6084)

1996-05-15 14:31:52# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:31]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er verið að festa í sessi neðanjarðarlaunakerfið og auka því enn á misréttið í launamálum í landinu. Þetta ákvæði mun líka stuðla enn frekar að launamisrétti kynjanna en nýleg launakönnun sýnir að tvo þriðju hluta launamunar milli kvenna og karla megi skýra í mismunun í greiðslum sem ákvarðaðar eru eftir geðþótta yfirmanna. Þetta ákvæði sýnir vel siðleysið í hinni nýju starfsmannastefnu ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei við þessu eftirlitslausa geðþóttalaunakerfi forstjóranna.