Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:34:27 (6086)

1996-05-15 14:34:27# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:34]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er verið að opna heimildir til að afnema viðbótarlaun starfsmanna ef farið er fram úr fjárlögum. Fjárlög eru háð vilja Alþingis. Það er til að mynda kunnugt að heilbrigðisstofnanir fara oft fram úr óraunhæfum fjárlögum ríkisstjórnar hverju sinni. Svar ríkisstjórnarinnar með þessu ákvæði er að refsa starfsfólki með launalækkunum. Ég segi nei.