Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:39:04 (6088)

1996-05-15 14:39:04# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:39]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. 12. gr. frv. fjallar um rétt til launa í veikindaforföllum og fæðingarorlofi eftir því sem fyrir er mælt í lögum og eftir atvikum ákveðið eða um samið, svo vitnað sé beint til texta frv. Greinin ásamt athugasemdum í greinargerð og bráðabirgðaákvæði frv. gefa misvísandi upplýsingar þannig að með samþykki þessarar greinar er það almennt mat að veikinda- og fæðingarorlofsréttur starfsmanna ríkisins sé settur í uppnám. Ef það er ætlun fjmrh. eða ríkisstjórnarinnar að halda óbreyttu fyrirkomulagi eins og haldið hefur verið fram í umræðunni væri eðlilegt að segja skýrt í lögum hver lágmarksrétturinn er og semja megi um betri rétt. Það er ekki gert hér og því munum við þingkonur Kvennalistans greiða atkvæði gegn þessari grein og koma með brtt. við 3. umr. sem kveður á um skýra lagastoð fyrir fæðingarorlofi starfsmanna ríkisins. Ég segi nei.