Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:58:00 (6100)

1996-05-15 14:58:00# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:58]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Eitt af grundvallaratriðum í því að ná auknum sveigjanleika í ríkisrekstrinum og eitt af þeim málum sem hefur hvað mestan almennan stuðning er að afnema sjálfkrafa æviráðningu embættismanna þannig að það fari ekki eins og hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í umræðum um þetta mál að embættismenn hafi ekki embætti að léni fyrir lífstíð. Ég segi því já við þessari grein, hæstv. forseti.