Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:08:11 (6105)

1996-05-15 15:08:11# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:08]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég stóð í þeirri trú að hér á landi væri enn þá hægt að semja um réttindi og þar með eignir sem síðan heyrðu undir stjórnarskrána og væru varin af henni þannig að þetta er harla undarleg röksemdafærsla. Ég vil benda á að hér er verið að skerða áunnin réttindi gagnstætt því sem hæstv. forsrh. sagði á sínum tíma fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hann tók það sérstaklega fram í umræðu um lífeyrisréttindi en hér er verið að skerða áunnin réttindi og stangast þetta því á við fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um það sem hún er að gera í reynd.

Við umræðuna um frv. var bent á að auki að þessi lagaklásúla væri mjög illa framkvæmanleg og voru færð mjög ítarleg rök fyrir því máli. Eins og um aðrar greinar fengust engin gagnrök að sjálfsögðu, engin umræða af hálfu hæstv. fjmrh. eða formanns efh.- og viðskn. þingsins. Ég segi nei.