Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:09:59 (6106)

1996-05-15 15:09:59# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:09]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég vek athygli hv. þm. á því að með þessu ákvæði er verið að færa afar óeðlilegt vald í hendur yfirvaldi þar sem stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt hann úr einu embætti í annað án þess að hann hafi nokkuð um það að segja. Þetta ákvæði er tengt við og rökstutt með tilvísun í 20. gr. stjórnarskrárinnar en sú grein hefur alltaf verið túlkuð mjög þröngt og aðeins gilt um örfáa æðstu embættismenn. Með þeirri tillögu sem hér um ræðir gæti þetta ákvæði náð til fjölda starfsmanna og gerbreytt starfsumhverfi þeirra eins og svo margt annað í frv. Það felur í raun í sér möguleika á nauðungarflutningi starfsmanna í þjónustu ríkisins án þess að tryggja þeim nokkur áhrif á slíka ráðstöfun. Þetta er enn eitt dæmið um lítilsvirðingu stjórnvalda gagnvart starfsmönnum ríkisins sem birtist í þessu frv. Ég segi nei, herra forseti, við þessari málsgrein 36. gr.